Framsókn leitar samþykkis

Birkir Jón Jónsson.
Birkir Jón Jónsson.

Verið er að vinna að því að fá samþykki þeirra lögaðila sem veittu Framsóknarflokknum peningastyrki á árinu 2006 fyrir því að birtar verði opinberlega upplýsingar um styrkina, að sögn Birkis Jóns Jónssonar, varaformanns flokksins. Hann segist ekki vita hvenær þær verði birtar.

Komið hefur fram að Framsóknarflokkurinn fékk alls liðlega 30 milljónir í slíka styrki árið 2006. Samfylkingin hefur skýrt frá því að samanlagðir styrkir upp á 500 þúsund eða meira hafi verið um 36 milljónir. Sjálfstæðismenn hafa skýrt frá framlögum sem voru milljón eða meira, alls var um að ræða tæplega 81 milljón króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert