Þvermóðska Jóhönnu gerði hana að forsætisráðherra

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason. mbl.is/Frikki

Björn Bjarnason fer hörðum orðum um Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í pistli á heimasíðu sinni í dag, og segir að full ástæða sé fyrir íslensku þjóðina að kvíða því, sem í vændum er, ef Jóhanna haldi áfram sem forsætisráðherra að kosningum loknum með Steingrím J. Sigfússon sem fjármálaráðherra sér við hlið.

Björn segir, að stjórnartími Jóhönnu hafi einkennst af einstefnu og yfirgangi. Hún hafi komist upp með að breyta lögum um Seðlabanka Íslands, ýta þremur seðlabankastjórum til hliðar og ráða norskan mann sem seðlabankastjóra á hæpnum lögfræðilegum grunni, svo að ekki sé meira sagt. Frá þeim tíma hafi stöðugt fjarað undan íslensku krónunni.

„Þvermóðska Jóhönnu Sigurðardóttur gerði hana að forsætisráðherra. Samfylkingarfólki þótti eina leiðin til að draga úr líkum á því, að hún beitti sér fyrir óróa og klofningi í þeirra röðum, að „sparka henni upp á við“ eins og sagt er og láta hana sitja með lokaábyrgðina á eigin herðum. Steingrímur J. liggur síðan ekki á þeirri skoðun sinni, að hann viti í raun allt best og þar með einnig hvernig eigi að taka á málum, Jóhanna átti sig ekki á hinum flóknu viðfangsefnum. Hún þiggi ráð um þau frá sér," segir Björn m.a.

Heimasíða Björns Bjarnasonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert