S- og V-listar bæta heldur við

Fylgi stjórnmálaflokkanna breytist lítið í skoðanakönnun sem birt var í gær, miðað við könnun frá því í fyrradag. Samfylkingin og Vinstrihreyfingin – grænt framboð bæta heldur við sig en Borgarahreyfingin dalar aftur.

Önnur raðkönnun Capacent Gallup fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið var gerð 18. til 20. apríl.

Samfylkingin er með 31,7%, rúmu prósenti meira en í síðustu könnun og 4% meira en í síðustu kosningum. VG er með 27,5%, hálfu öðru prósenti meira en síðast og nærri tvöfalt meira en í kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn er með 22,5%, lítilsháttar minna en í könnun sem birt var í gær en 14% minna en í kosningunum 2007. Borgarahreyfingin fær 5% og þrjá menn kjörna. Aðrir flokkar eru með svipað fylgi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »