Höfðu áhrif á röðina á listum

Björn Bjarnason
Björn Bjarnason mbl.is/Frikki

Kannanir benda til að margir kjósendur hyggist lýsa óánægju sinni með því að skila auðu á kjördag. Ef marka má umræðuna má einnig allt eins búast við að kjósendur muni í einhverjum mæli strika út nöfn eða reyna að hafa áhrif á röð frambjóðenda á lista með endurröðun.

Við kosningarnar 2007 gerðist það í fyrsta sinn í rúm sextíu ár að umbreytingar kjósenda höfðu áhrif á röð frambjóðenda. Það var þó ekki í þeim mæli að breyting yrði á skipan Alþingis að því er fram kemur í greiningu dr. Þorkels Helgasonar á úthlutun þingsæta í seinustu kosningum. Breytingarnar voru mestar á tveimur listum Sjálfstæðisflokksins, annars vegar í Suðurkjördæmi og hins vegar í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Í kosningunum 2007 færðist Björn Bjarnason niður um eitt sæti í Reykjavík og Árni Johnsen færðist niður úr öðru í þriðja sæti á Suðurlandi. Útstrikanir hafa þeim mun meiri áhrif sem listi hefur fleiri sæti.

Árni Johnsen
Árni Johnsen
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert