Tvöfaldur munur á atkvæðavægi

mbl.is/Ómar

Ríflega tvöfalt fleiri kjósendur eru að baki hverju þingsæti í Suðvesturkjördæmi en í Norðvesturkjördæmi. 4.850 kjósendur eru að baki hverju hinna 12 þingsæta í SV-kjördæmi en 2.366 kjósendur eru að baki hverju hinna 9 þingsæta í NV-kjördæmi.

Kjósendur í Suðvesturkjördæmi eru nú 58.203 og í kjördæminu eru 12 þingmenn, 10 kjördæmakjörnir og 2 uppbótarsæti. Að baki hverju þingsæti eru því 4.850 kjósendur.

Ef skoðaðar eru kosningar til ársins 2003 sést að kjósendum að baki hverju þingsæti Í SV-kjördæmi hefur fjölgað úr 4.442 árið 2003 í 4.850 nú. Á sama tíma hefur kjósendum að baki hverju þingsæti í NV-kjördæmi fjölgað úr 2.122 árið 2003 í 2.366 nú. Þess ber að geta að eitt þingsæti hefur flust úr NV-kjördæmi í SV-kjördæmi.

Kjósendur að baki hverju þingsæti

Suðvesturkjördæmi:

  • 2003 - 11 þingmenn: 4.442 kjósendur að baki hverju þingsæti
  • 2007 - 12 þingmenn: 4.549 kjósendur að baki hverju þingsæti
  • 2009 - 12 þingmenn: 4.850 kjósendur að baki hverju þingsæti

Norðvesturkjördæmi:

  • 2003 - 10 þingmenn: 2.122 kjósendur að baki hverju þingsæti
  • 2007 -   9 þingmenn: 2.347 kjósendur að baki hverju þingsæti
  • 2009 -   9 þingmenn: 2.366 kjósendur að baki hverju þingsæti

Reykjavíkurkjördæmi suður:

  • 2003 - 11 þingmenn: 3.885 kjósendur að baki hverju þingsæti
  • 2007 - 11 þingmenn: 3.945 kjósendur að baki hverju þingsæti
  • 2009 - 11 þingmenn: 3.977 kjósendur að baki hverju þingsæti

Reykjavíkurkjördæmi norður:

  • 2003 - 11 þingmenn: 3.890 kjósendur að baki hverju þingsæti
  • 2007 - 11 þingmenn: 3.980 kjósendur að baki hverju þingsæti
  • 2009 - 11 þingmenn: 3.980 kjósendur að baki hverju þingsæti

Suðurkjördæmi:

  • 2003 - 10 þingmenn: 2.837 kjósendur að baki hverju þingsæti
  • 2007 - 10 þingmenn: 3.070 kjósendur að baki hverju þingsæti
  • 2009 - 10 þingmenn: 3.250 kjósendur að baki hverju þingsæti

Norðausturkjördæmi:

  • 2003 - 10 þingmenn: 2.732 kjósendur að baki hverju þingsæti
  • 2007 - 10 þingmenn: 2.789 kjósendur að baki hverju þingsæti
  • 2009 - 10 þingmenn: 2.836 kjósendur að baki hverju þingsæti

3.617 að baki hverju þingsæti

Á kjörskrárstofni nú eru 227.896 kjósendur. Þingsætin eru 63 og eru því 3.617 kjósendur að baki hverju þingsætanna ef jafnt er skipt. Sex þingsæti flyttust þannig frá landsbyggðarkjördæmunum í Reykjavíkurkjördæmin og Kragann. Samtals yrðu því 23 þingsæti í landsbyggðarkjördæmunum þremur en 40 þingsæti samanlagt í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi. Með einföldum leik að tölum gæti skipting þingsæta í kjördæmin orðið þessi:

  • Reykjavíkurkjördæmi norður: 12 þingsæti  (eru 11)
  • Reykjavíkurkjördæmi suður:  12 þingsæti  (eru 11)
  • Suðvesturkjördæmi: 16 þingsæti  (eru 12)
  • Suðurkjördæmi: 9 þingsæti  (eru 10)
  • Norðausturkjördæmi: 8 þingsæti  (eru 10)
  • Norðvesturkjördæmi: 6 þingsæti  (eru 9)

Rúmlega níu þúsund kjósa í fyrsta sinn

Á kjörskrá fyrir kosningarnar á laugardag eru 227.896. Kjósendum fjölgar um 6.566 frá kosningunum vorið 2007 eða um tæp 3%. Kjósendur með lögheimili erlendis eru 9.924 eða 4,4% kjósendatölunnar og hefur þeim fjölgað um 1.131 frá síðustu alþingiskosningum eða um 12,9%. Kjósendum með lögheimili hér á landi fjölgar um 5.325 eða 2,6%. Þeir sem vegna aldurs fá nú að kjósa í fyrsta sinn til Alþingis eru 9.398 eða 4,1% af kjósendatölunni.

  • Reykjavík norður: 43.784 kjósendur - fjölgar um 28 frá 2007 eða 0,06%
  • Reykjavík suður: 43.748 kjósendur - fjölgar um 357 frá 2007 eða 0,8%
  • Suðvestur: 58.203 kjósendur - fjölgar um 3.619 frá 2007 eða 6,6%
  • Suður: 32.505 kjósendur - fjölgar um 1.913 frá 2007 eða 6,2%
  • Norðvestur: 21.294 kjósendur - fjölgar um 168 frá 2007 eða 0,8%
  • Norðaustur: 28.362 kjósendur - fjölgar um 481 frá 2007 eða 1,7%
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert