Vill breytingar á lögum um fjármál flokka

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. Kristinn Ingvarsson

Forsætisráðherra skrifaði í gær formönnum stjórnmálaflokkanna bréf þar sem lögð er til endurskoðun á lögum um fjármál stjórnmálaflokkanna. Ríkisendurskoðun fari yfir fjármál flokkanna, samtaka á þeirra vegum og frambjóðenda í prófkjörum frá því áður en lögin tóku gildi. Bréfið hefur ekki borist formönnunum og fæst efni þess ekki upplýst að öðru leyti.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, lýsti í viðtali við Zetuna á mbl. is á dögunum vilja til þess að Ríkisendurskoðun skoðaði sérstaklega tímabilið frá árinu 2000 til 2006, þegar nýju lögin tóku gildi. Formenn allra flokka sem eiga fulltrúa á þingi lýstu vilja til þess að Ríkisendurskoðun skoðaði málið.

„Í mínum huga er það ógn við lýðræðið og lýðræðislega skipan þegar sá möguleiki er nýttur að þeir sem eru fjársterkir og eiga hagsmuna að gæta, geti haft óeðlileg áhrif með því beinlínis að kaupa sér stuðning stjórnmálaflokka með styrkjum,“ segir Sigurður Kristinsson, dósent við Háskólann á Akureyri.

Í gær birti DV upplýsingar um stjórnmálamenn sem fengu styrki frá Baugi og FL Group.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »