Bjarni Ben kaus fyrstur

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins mætti upp úr klukkan níu í Fjölbrautaskólann í Garðabæ til að greiða atkvæði í Alþingiskosningunum.

Þráinn Bertelsson, frambjóðandi Borgarahreyfingarinnar mætti á sama tíma í Ráðhús Reykjavíkur til að greiða atkvæði. Erlendir fjölmiðlar sýndu Þráni mikla athygli og var hann umsvifalaust dreginn í viðtal hjá Reuters fréttastofunni þegar hann hafði skilað atkvæði sínu í kjörkassann.

Um svipað leyti steig Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs um borð í flugvél á Reykjavíkurflugvelli og hélt norður yfir heiðar til að vera með sínu fólki í Norðausturkjördæmi í dag. Steingrímur flýgur svo aftur suður í kvöld og verður í sjónvarpssal, ásamt formönnum annarra flokka þegar fyrstu tölur verða birtar, laust upp úr klukkan 22.

mbl.is/Ómar
mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert