Jóhanna: Get brosað breitt ef þetta er niðurstaðan

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar
Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar mbl.is/Kristinn

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist geta brosað breitt ef þetta verður niðurstaða kosninganna og um sögulegar kosningar að ræða ef úrslitin verða í samræmi við fyrstu tölur. Þetta sé í fyrsta skipti sem félagshyggju, vinstrimenn og jafnaðarmenn fá meirihluta í Alþingiskosningum á Íslandi.

Ég vona að þetta sé ekki langt frá niðurstöðunni, sagði Jóhanna eftir að hafa heyrt fyrstu tölur í kvöld.

Jóhanna Sigurðardóttir í Sjónvarpinu í kvöld
Jóhanna Sigurðardóttir í Sjónvarpinu í kvöld mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina