Davíð eyðilagði landsfundinn

Kristinn Jónsson og VIlhjálmur Egilsson á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins
Kristinn Jónsson og VIlhjálmur Egilsson á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins mbl.is/Kristinn

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að kosið hafi verið um ESB að hluta til í þessum kosningum. Niðurstaða landsfundar Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum hafi verið ákvörðun um að fórna þingmönnum á höfuðborgarsvæðinu.

Vilhjálmur segir að þetta sé ekki eina skýringin, fleira komi til. Fólk hafi refsað Sjálfstæðisflokknum fyrir ástandið í atvinnu og efnahagsmálum. Annað stórt mál hafi verið að fyrrverandi formaður flokksins Davíð Oddsson hafi eyðilagt landsfund Sjálfstæðisflokksins og möguleika hans að ná sér strik í kjölfar hans.

Hann segir að sér hafi sjálfum ekki komið til hugar að snúa baki við flokknum eftir landsfundinn

Þá hafi verið ýmsar uppákomur sem hafi komið í veg fyrir að flokkurinn næði eyrum fólks með málefni sín fyrir kosningarnar.

Vilhjálmur er formaður fjármálaráðs flokksins og sneri sér að því að safna fé fyrir flokkinn eftir landsfundinn. Hann byrjaði þó ekki fyrr en eftir lagabreytingarnar 2007, en segir að stóra styrkjamálið hafi verið ein stærsta uppákoman sem átti hlut í ósigri. Sjálfstæðismanna nú.

mbl.is

Bloggað um fréttina