Áframhaldandi viðræður

Formenn og varaformenn flokkanna tveggja héldu áfram formlegum viðræðum nú …
Formenn og varaformenn flokkanna tveggja héldu áfram formlegum viðræðum nú síðdegis. mbl.is/Heiðar

Formenn og varaformenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna funduðu seinni partinn í dag í Alþingishúsinu, og ræddu áfram um mál sem flokkarnir reyna nú að komast að niðurstöðu um með samstarf í ríkisstjórn í huga. Fundinum lauk skömmu fyrir hálf sjö. Áframhaldandi viðræður eru boðaðar.

Engar niðurstöður liggja fyrir en flokkarnir leggja sérstaka áherslu að ná saman í Evrópusambandsmálum en þar er ágreiningurinn mestur. VG er á móti aðild að sambandinu en Samfylkingin leggur mikla áherslu að sótt verði um aðild. Þá er einnig lögð áhersla á að móta skýra stefnu í ríkisfjármálum og efnahags- og atvinnumálum. Endurskipulagning stjórnarráðsins er síðan einnig óleyst verk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert