Misvægi minnkað næst

Þingmönnum Norðvesturkjördæmis fækkar úr níu í átta fyrir næstu þingkosningar þar sem vægi atkvæða í kjördæminu var meira en tvöfalt meira en vægi atkvæða í Suðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag. Um leið fjölgar þingmönnum Suðvesturkjördæmis úr tólf í þrettán. Eftir sem áður hafa atkvæði sem greidd eru í Suðvesturkjördæmi minna vægi en í öðrum kjördæmum.

Í stjórnarskrá og kosningalögum eru fyrirmæli um að ef kjósendur á kjörskrá að baki hverju þingsæti, að meðtöldum jöfnunarsætum, eru eftir alþingiskosningar helmingi færri í einu kjördæmi en einhverju öðru, skuli breyta fjölda þingsæta í kjördæminu í því skyni að draga úr þeim mun.

Það varð því ljóst um leið og kjörskrár lágu fyrir að Norðvesturkjördæmi myndi missa einn þingmann en þar sem breytingarnar eru aldrei gerðar fyrr en eftir kosningar hélt kjördæmið sínum níu þingmönnum.

Þingmannafjölda er aðeins breytt að loknum kosningum en hver hefðu áhrifin orðið ef breytingarnar hefðu gengið í gegn fyrir kosningar?

Níundi þingmaður Norðvesturkjördæmis, Ásmundur Einar Daðason, Vinstri grænum, hefði að sjálfsögðu dottið út en í staðinn hefði VG náð Bjarkeyju Gunnarsdóttur inn sem jöfnunarmanni í Norðausturkjöræmi. Samfylkingarkonan Jónína Rós Guðmundsdóttir hefði við þessar hrókeringar dottið út í Norðausturkjördæmi en í staðinn hefði Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri náð kjöri fyrir flokkinn í Suðvesturkjördæmi. Heildartala þingmanna flokkanna yrði óbreytt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert