Ríkisstjórn í burðarliðnum

Myndun nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs er á lokastigi.
Myndun nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs er á lokastigi. mbl.is/Golli

Allt bendir til þess að ný ríkisstjórn verði kynnt með formlegum hætti á morgun. Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur m.a. rætt við  þingmenn flokksins í morgun.

„Við erum komin það langt að við tókum ákvörðun um að boða fundi í flokkunum og leggja fyrir þá afraksturinn. Við værum ekki að gera það nema við sæjum fyrir endann á vinnunni og samstarfsgrundvöllurinn að verða tilbúinn,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Flokksráðsfundur VG hefst í dag kl. 9 á morgun. Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar hefst svo kl. 13.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert