Óbreytt stjórnskipan

Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar á Sögu
Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar á Sögu mbl.is/Árni Sæberg

Stjórnskipan landsins verður óbreytt fyrst um sinn. Ráðuneytin verða tólf en ráðherrum fjölgar úr 10 í 12. Nýir ráðherrar setjast í stóla iðnaðarráðherra, umhverfisráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Utanþingsráðherrar Ragna Árnadóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra og Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra sitja áfram í nýrri ríkisstjórn. Jóhanna Sigurðardóttir stýrir forsætisráðuneyti, Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðuneyti og Kristján L. Möller samgönguráðneyti..

Steingrímur J. Sigfússon mun stýra fjármálaráðuneytinu, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðuneyti og Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðuneyti.

Árni Páll Árnason, oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi tekur við embætti félags- og tryggingamálaráðherra og Katrín Júlíusdóttir við embætti iðnaðarráðherra.

Þá verður Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Ásta R. Jóhannesdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir hverfa því úr ríkisstjórn.

Fundi flokksráðs VG er nýlokið og er þingflokkurinn að setjast á fund til að ákveða endanlega ráðherraskipan flokksins.

Stefnt er að uppstokkun á stjórnskipun landsins um áramót í tengslum við fjárlagagerð næsta árs. Þá er horft til sameiningar iðnaðar-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyta í eitt atvinnuvegaráðuneyti.

Umhverfisráðuneytið verður eflt og tekur yfir þau verkefni iðnaðarráðuneytis sem snúa að auðlindamálum. Viðskiptaráðuneytið mun þá sömuleiðis taka við verkefnum sem nú eru hjá forsætisráðuneyti og snúa að efnahagsmálum.

Frá fundi flokksráðs VG í morgun.
Frá fundi flokksráðs VG í morgun. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina