Þorbjörg Helga stefnir á annað sætið

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sætið á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Þorbjörg Helga hefur verið borgarfulltrúi frá 2006 en hún hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Reykjavíkurborg frá 2002. Hún er formaður leikskólaráðs, stýrði umhverfis- og samgönguráði 2008-2009 og menningar- og ferðamálaráði 2008. Þá situr Þorbjörg í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga og fyrr á kjörtímabilinu sat hún í stjórn Strætó bs, samkvæmt tilkynningu frá henni.

Þorbjörg Helga er 37 ára og lauk B.A.-prófi í uppeldis- og menntunarfræði við HÍ 1998. Þá lauk hún meistaranámi í námssálarfræði við University of Washington í Seattle 1999. Hún er gift Hallbirni Karlssyni verkfræðingi og saman eiga þau þrjú börn, tvo stráka 14 og 11 ára og 2 mánaða stúlku.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram 23. janúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina