Sækist eftir 1. sæti í Grindavík

Magnús Már Jakobsson
Magnús Már Jakobsson

Magnús Már Jakobsson sækist eftir oddvitasæti, eða 1. sæti, í prófkjöri Sjálfstæðisfélags Grindavíkur 5. febrúar næstkomandi. Magnús hefur starfað um nokkurt skeið sem öryggis- og gæðastjóri hjá Bláa Lóninu. Auk þess er hann starfandi sundþjálfari í Grindavík.

Magnús gegnir formennsku í Sjálfstæðisfélagi Grindavíkur og  hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Grindavíkurbæ á vegum Sjálfstæðisflokksins. Hann sat í félagsmálaráði í sex ár og í æskulýðs- og íþróttaráði í tvö ár. Magnús er nú formaður í atvinnu- og ferðamálaráði. Þá sat hann í nefnd sem vann að framtíðarskiplagi  íþróttamannvirkja og jafnframt situr hann í stjórn Saltfiskseturs Íslands.


mbl.is

Bloggað um fréttina