Næst bestir vilja ógilda utankjörfundaratkvæði

Fyrstu þrír frambjóðendur Næst besta flokksins, fv. Erla Karlsdóttir, Hjálmar …
Fyrstu þrír frambjóðendur Næst besta flokksins, fv. Erla Karlsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson og Benedikt Nikulás Anes Ketilsson.

„Næst besti flokkurinn hefur sent yfirkjörstjórn í Kópavogi athugasemd við framkvæmd kosninga þar sem farið er fram á að öll atkvæði greidd fyrir 9.maí verði látin niður falla.

Að sögn aðstandenda Næst besta flokksins telur flokkurinn að jafnræðis sé ekki gætt þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefjist 32 dögum áður en framboðsfrestur rennur úr. Kjósendur viti því ekki hverjir eru í framboði fyrstu fimm vikur utankjörfundaratkvæðagreiðslu. 

Þá telur flokkurinn óeðlilegt að kjörstjórn gangi út frá því við upphaf utankjörfundaratkvæðagreiðslu þann 6.apríl síðastliðinn. að stjórnmálaflokkarnir fjórir;Samfylking, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn, séu í framboði jafnvel þótt flokkarnir hafi ekki staðfest framboð fyrr en á sama tíma og önnur framboð, eða þann 9.maí.

Bréf Næst besta flokksins til kjörstjórnar í heild sinni:

Umboðsmenn Næst Besta Flokksins gera athugasemdir við framkvæmd utankjörstaðaatkvæðagreiðslu í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum 2010.

Við teljum óeðlilegt að utankjörstaðarfundur hefjist  32 dögum áður en framboðin hafa skilað inn sínum listum og framboðin auglýst með lögformlegum hætti.

Utankjörstaðafundur hófst   6.apríl  en framboðin voru ekki staðfest fyrr en 9 maí.

Kjósendum í Kópavogi gafst þar af leiðandi ekki kostur á að kjósa þau þrjú framboð sem komu fram eftir níunda maí. Einnig má benda á að framboð hinna flokkanna fjögurra voru ekki staðfest fyrr en 9.maí.

Þá voru í kjörklefa stimplar merktir þeim listum og kann það að virka leiðbeinandi fyrir kjósandann þó svo þessir listar væru í raun ekki formlega í framboði. Þar af leiðandi teljum að ekki sé gætt jafnræðis við framkvæmd kosninganna.

Því óskum við þess að öll utankjörfundaratkvæði greidd fyrir 9.maí falli dauð og ómerk.

F.h. Næst Besta Flokksins

Erla Karlsdóttir

Benedikt  N.A. Ketilsson

mbl.is

Bloggað um fréttina