„Glaður og sáttur“

Jón Gnarr ásamt félögum
Jón Gnarr ásamt félögum mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er gífurlega glaður og sáttur,“ segir Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, spurður út um fyrstu viðbrögð. Hann segir þetta vera nýja upplifun. „Ég hef aldrei fylgst með kosningasjónvarpi,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Spurður með hvaða flokki Besti flokkurinn geti unnið með í borgarstjórn segir Jón allt slíkt sé í skoðun. „Við höfum ekki tekið neina ákvörðun. Við höfum rætt þetta, en ákváðum að taka engar ákvarðanir í fljótfærni. Heldur hugsa okkar gang. Við verðum ekki til viðræðna í nótt um neitt.“

„Ég tel að hér hljóti að vera um einhverskonar heimsviðburð að ræða. Hugsanlega erum við komin þarna með nýja útflutningsvöru. Kannski gætum við kennt öðrum þjóðum. Aðrar þjóðir geta komið hér og lært af okkur, hvernig á að gera besta flokk til að stjórna.“

Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins.
Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert