Hanna Birna ekki á leið í formannsframboð

Hanna Birna Kristjánsdóttir á kosningavöku Sjálfstæðisflokks í nótt.
Hanna Birna Kristjánsdóttir á kosningavöku Sjálfstæðisflokks í nótt. mbl.is/hag

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, sagði í Silfri Egils, að hún væri ekki á leiðinni í formannsframboð í Sjálfstæðisflokknum, hún vildi einbeita sér að borginni. Hún sagðist hins vegar hvorki geta neitað því né játað að leitað hefði verið til hennar varðandi framboð í embætti formanns eða varaformanns flokksins.

mbl.is