Steingrímur: VG bætti víða við sig

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, sagði í Silfri Egils í Sjónvarpinu, að flokkurinn hefði allstaðar haldið sinni stöðu nema í Reykjavík og bætt víða við sig fylgi. Sennilega fjölgaði flokksbundnum Vinstri grænum í sveitarstjórnum um 10.

Steingrímur sagði hins vegar ljóst, að stórkostlegar landslagsbreytingar í Reykjavík og á Akureyri sendu hefðbundnu flokkunum skýr skilaboð um að þeir eigi að vinna meira saman að þeim vandamálum, sem steðja að. Vinstri grænir muni fara vel yfir sína stöðu í kjölfarið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert