Viðræður halda áfram á morgun

Jón Gnarr á fundi með félögum sínum í Besta flokknum …
Jón Gnarr á fundi með félögum sínum í Besta flokknum í kvöld. Eggert Jóhannesson

Þreifingar Besta flokksins og Samfylkingarinnar um mögulegt meirihlutasamstarf í Reykjavík halda áfram á morgun, mánudag. Oddvitar flokkanna staðfestu þetta fyrir stundu. Þeir segja viðræður ganga vel en vilja að öðru leyti ekki tjá sig efnislega um þær.

Besti flokkurinn fékk sem kunnugt er 6 borgarfulltrúa í kosningunum en Samfylkingin 3. Saman hefðu flokkarnir tveir því 9 fulltrúa af 15 í borgarstjórn.

Jón Gnarr hefur áður gefið upp að hann myndi gera kröfu um stól borgarstjóra fengi flokkurinn flest atkvæði í kosningunum, líkt og nú hefur gengið eftir.

Spurður hvort hann skynjaði vilja til eftirgjafar af hálfu Samfylkingar til að liðka fyrir mögulegu samstarfi svaraði Jón Gnarr: „Ég veit það ekki. Við fórum nú eiginlega ekki svo langt. Við vorum meira að velta þessu upp og ræða málin.“

Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson á fundi Besta flokksins í …
Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson á fundi Besta flokksins í kvöld. Eggert Jóhannesson
Tónlistarkonan Magga Stína og grínistinn Þorsteinn Guðmundsson á fundi Besta …
Tónlistarkonan Magga Stína og grínistinn Þorsteinn Guðmundsson á fundi Besta flokksins í kvöld. Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina