Hálfur milljarður í stjórnlagaþing

mbl.is/Heiddi

Skv. áætlun sem undirbúningsnefnd stjórnlagaþings hefur unnið er gert ráð fyrir að heildarkostnaður við þinghaldið og undirbúning þess verði 340,5 milljónir kr. og að þar af falli 115,2 milljónir til í ár en 225,3 milljónir á næsta ári. Auk þess er í  sótt um 200 milljóna kr. fjárheimild á vegna kostnaðar við kosningu fulltrúa á stjórnlagaþingið 27. nóvember nk.

Af kostnaði sem reiknað er með að falli til í ár eru 91,7 milljón kr. vegna
þjóðfundarins sem verður haldinn 6. nóvember nk. en 23,5 milljónir vegna annars undirbúningskostnaðar.

Þetta kemur fram í frumvarpi til fjáraukalaga sem var dreift á Alþingi í gær. Þar er sótt um 115,2 milljóna fjárheimild vegna kostnaðar við undirbúning stjórnlagaþingsins.

Í lögum um stjórnlagaþing er mælt fyrir um skipan undirbúningsnefndar sem skal undirbúa þjóðfund um stjórnarskrármálefni og stofnun og starfsemi stjórnlagaþingsins og er nefndinni einnig ætlað að ráða framkvæmdastjóra.

Einnig mæla lögin fyrir um skipan stjórnlaganefndar sem skal undirbúa og standa að þjóðfundinum. Stjórnlaganefndinni er jafnframt ætlað að annast söfnun og úrvinnslu fyrirliggjandi gagna og upplýsinga um stjórnarskrármálefni sem nýst geta stjórnlagaþingi og enn fremur að leggja fram hugmyndir til stjórnlagaþings um breytingar á stjórnarskrá þegar það kemur saman.

Upplýsingavefur um stjórnlagaþingið.

mbl.is