Vörpuðu hlutkesti 78 sinnum

Landskjörstjórn tilkynnir úrslitin í stjórnlagaþingskosningunum.
Landskjörstjórn tilkynnir úrslitin í stjórnlagaþingskosningunum. mbl.is/Eggert

Til að ná fram niðurstöðu í kosningum til stjórnalagaþings þurfti að varpa hlutkesti 78 sinnum. Jóhann Malmquist prófessor sem hafði eftirlit með talningunni segir að þrátt fyrir þetta hafi hlutkesti ekki ráðið úrslitum um þá 25 einstaklinga sem náðu kjöri á stjórnlagaþing.

Samkvæmt lögum um stjórnlagaþing byggðist kosning á þingið á svokallaðri forgangsröðunaraðferð. Sætum er úthlutað eftir því hversu mörg atkvæði hver og einn færi í sæti. Margoft kom upp sú staða að frambjóðendur voru með jafnmörg atkvæði í sæti og þurfti því, samkvæmt lögum, að varpa hlutkesti til að fá fram niðurstöðu. Þetta þurfti að gera samtals 78 sinnum.

Jóhann segir að eftir sem áður sé ekki hægt að tala um að frambjóðendur hafi komist inn á hlutkesti. Þessir 25 sem náðu kjöri hafi einfaldlega fengið flest atkvæði, en atkvæði hafi oft verið jöfn.

mbl.is

Bloggað um fréttina