Þóra ætlar í framboð

Þóra Arnórsdóttir ætlar að bjóða sig fram til forseta.
Þóra Arnórsdóttir ætlar að bjóða sig fram til forseta. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þóra Arnórsdóttir fréttamaður ætlar að tilkynna á morgun, miðvikudag, að hún ætli að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hún vinum sínum í dag, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Fimm aðrir hafa þegar tilkynnt framboð til forseta Íslands. Ólafur Ragnar Grímsson sækist eftir endurkjöri. Kosið verður til forseta 30. júní næstkomandi.

Þóra er fréttamaður á RÚV.

mbl.is