Vægið virðist haldast svipað

Þóra Arnórsdóttir.
Þóra Arnórsdóttir. Skjáskot/visir.is

„Ég tók yfirskrift fundarins mjög alvarlega og vind mér í efni fundarins,“ sagði Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi á borgarafundi í Iðnó í kvöld. En hún fór rækilega yfir tillögur stjórnlagaráðs og þær breytingar sem þær hafa á forsetaembættið.

Þóra sagðist telja að vægi forseta Íslands héldist svipað þótt hlutverkið tæki breytingum með tillögum stjórnlagaráðs. Meðal þess sem hún fór yfir var að hún teldi að verið væri að taka forsetann út úr stjórnarmyndunarviðræðum.

Þá fór hún yfir breytinguna á synjunarvaldinu, að 26. greinin yrði að 60. grein og væri efnislega óbreytt. Þrátt fyrir það væri ólíklegt að forsetinn beitti synjunarvaldinu þó svo það væri enn inni í stjórnarskránni, þar sem ákveðið hlutfall kjósenda gæti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún sagðist telja að þetta væri inni þannig að hægt væri að grípa til þess í ýtrustu neyð.

mbl.is

Bloggað um fréttina