„Ólafur er ótrúlega vel giftur“

Bubbi Morthens.
Bubbi Morthens. mbl.is/Golli

„Ekki skemmir fyrir að Ólafur er ótrúlega vel giftur. Dorrit hefur sýnt það og sannað að hún elskar Ísland af öllu hjarta.“ Þetta segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens en hann tilkynnir í pistli að hann hyggist kjósa Ólaf Ragnar Grímsson til endurkjörs.

Bubbi segir að Ólaf Ragnar sinn mann, hann sé með bein í nefinu, forseti sem þorir. „Ég tel að aðrir frambjóðendur hafi ekki það sem til þarf þegar á þennan vígvöll er komið.“

Þá segir Bubbi að Ólafur Ragnar hafi varið íslenska þjóð eftirminnilega þegar trúnaðarmenn þjóðarinnar höfðu gefist upp og sætt sig við ofbeldisfulla framkomu Breta og Hollendinga. „Þá var það Ólafur Ragnar Grímsson sem gerði það með þeim hætti að vakti athygli um allan heim.“

mbl.is

Bloggað um fréttina