Minni kjörsókn hingað til

Samkvæmt formönnum yfirkjörstjórna er kjörsókn klukkan 15 almennt minni en í fyrri kosningum. Kjörsókn klukkan 15 er á bilinu 25-30%  

NV-kjördæmi

Kjörsókn á Norðvesturlandi er 30,69% og höfðu 6.560 manns kosið á kjörfundi klukkan 16.30.

NA-kjördæmi

Ekki eru teknar upplýsingar um kjörsókn í NA-kjördæmi í heild sinni en á Akureyri höfðu 4.004 kosið klukkan 15 sem er 29,9% kjörsókn. Það er svipuð kjörsókn og var á sama tíma í forsetakosningum árið 2004 þegar 29,6% höfðu kosið. Utankjörfundaratkvæði hafa yfirleitt verið 1.000-1.500 í alþingiskosningum en eru tæp 3.000 núna. Árið 2004 voru 1.056 utankjörfundaratkvæði í heild.

Suðurkjördæmi

 Klukkan 15 höfðu 9.360 manns kosið sem er 28,02% kjörsókn. Það er töluvert minna en í undanförnum kosningum. En samkvæmt yfirkjörstjórn kann það að helgast af því að „gífurlegur fjöldi“ atkvæða var greiddur utan kjörfundar.  

Reykjavík norður

Klukkan 15 höfðu samtals 11.276 kosið sem er 25% kjörsókn. Til samanburðar höfðu 35,47% kosið á sama tíma í alþingiskosningum árið 2009.   

Reykjavík suður

Klukkan 15 voru 12.422 búnir að kjósa sem er 27,7% kjörsókn.

Til samanburðar höfðu 36,7% kosið kl. 15 í alþingiskosningum árið 2009.

SV-kjördæmi

Kjörsókn í Suðvesturkjördæmi kl. 15:00 er 27,1%,  16.838 manns hafa kosið. Til samanburðar höfðu 36,2% kosið á sama tíma í alþingiskosningum árið 2009.

mbl.is

Bloggað um fréttina