Ólafur Ragnar ótvíræður sigurvegari

Ólafur Ragnar Grímsson er endurkjörinn forseti Íslands. Þó svo ekki hafi öll atkvæði verið talin er ljóst að heildarmyndin mun ekki breytast svo mikið að röð frambjóðenda raskist frá því sem nú er. Ólafur er með meira en helming talinna atkvæða.

Þegar hafa öll atkvæði verið talin í Reykjavík suður. Þar kusu 30.837 sem jafngildir 68,7% kjörsókn.

Ólafur Ragnar hlaut 14.804 atkvæði, Þóra Arnórsdóttir 10.766, Ari Trausti Guðmundsson 2.705, Herdís Þorgeirsdóttir 787, Andrea Ólafsdóttir 584 og Hannes 229. 

Auðir seðlar voru 826 og ógildir 136.

Minni munur í Reykjavík norður

Minni munur var á þeim Ólafi og Þóru í Reykjavík norður. Þar greiddu 32.923 atkvæði og fékk Ólafur 13.373 og Þóra 11.213. Þá fékk Ari Trausti 2.659, Herdís 905, Andrea 635 og Hannes 241.

Auðir seðlar voru 727 og ógildir 99.

Lokatölur undir morgun

Þegar talin hafa verið 32.923 atkvæði í Suðvesturkjördæmi er ljóst að Ólafur Ragnar er með 16.777 atkvæði, Þóra 10.442, Ari Trausti 2.934, Herdís 818, Andrea 668 og Hannes 254.

Auðir seðlar voru 878 og ógildir 152.

Aðeins á eftir að telja utankjörfundaatkvæði í Suðvestururkjördæmi og er talið að lokatölur berist upp úr klukkan fjögur.

Ólafur sterkastur í Suðurkjördæmi

Lokatölur í Suðurkjördæmi berast ekki fyrr en um klukkan sex. Klukkan 3.30 var búið að telja 16.397 atkvæði, og ljóst Ólafur nýtur langmests stuðnings í kjördæminu.

Ólafur Ragnar er með 10.251 atkvæði, Þóra 3.902, Ari Trausti 1.178, Herdís 414, Andrea 247 og Hannes 152. 

Auðir seðlar voru 221 og ógildir 32.

Talið er að lokatölur í Norðvesturkjördæmi komi ekki fyrr en um klukkan fimm.

mbl.is

Bloggað um fréttina