Nýbökuð móðir viðurkennir ósigur

Svavar Halldórsson og Þóra Arnórsdóttir eftir að tilkynnt var um …
Svavar Halldórsson og Þóra Arnórsdóttir eftir að tilkynnt var um fyrstu tölur. Eggert Jóhannesson

Eins og vill verða þegar forsetakosningar eru haldnar, hvort sem er hér á landi eða annars staðar, fylgjast fjölmiðlar annarra landa með og greina frá úrslitunum. Endurkjör Ólafs Ragnars Grímssonar til næstu fjögurra ára er þar engin undantekning og hefur verið sagt frá því víða.

Ólafur Ragnar er þó ekki útgangspunkturinn hjá öllum fjölmiðlunum. Eins og kunnugt er var Þóra Arnórsdóttir í viðtölum hjá fjölmörgum erlendum fjölmiðlum í kosningabaráttunni. Nokkrir þeirra hafa því tekið þann vinkil að tala um ósigur Þóru fremur en sigur Ólafs.

Dæmi um þetta má sjá hjá frönsku fréttaveitunni AFP. Þar er fyrirsögnin: „Nýbökuð móðir viðurkennir ósigur í íslensku forsetakosningunum“. Raunar er ekkert minnst á Ólaf Ragnar fyrr en komið er inn í greinina.

AFP-fréttaveitan segir svo frá, að Þóra sé virt fjölmiðlakona án bakgrunns í pólitík sem hafi nýverið eignast barn. Hún hafi þurft að viðurkenna ósigur í kosningunum. Þá segir: „Sitjandi forseti, hinn 69 ára sósíalisti Ólafur Ragnar Grímsson, sem setið hefur í embætti frá 1996, sigraði í kosningunum og hefur nú sitt fimmta kjörtímabil, sem ekki áður hefur verið gert á Íslandi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert