Mun hafna tillögu stjórnlagaráðs

Bjarni Benediktsson segir því fara fjarri að heildarniðurstaða stjórnlagaráðs geti …
Bjarni Benediktsson segir því fara fjarri að heildarniðurstaða stjórnlagaráðs geti verið grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Ómar Óskarsson

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun greiða atkvæði gegn því að vinna stjórnlagaráðs verði grundvöllur að nýrri stjórnarskrá í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu  um tillögur stjórnlagaráðs hinn 20. október næstkomandi. Þetta kom fram í máli Bjarna á fundi með sjálfstæðismönnum í Valhöll í morgun.

Bjarni tók þó fram að margt væri ágætt í vinnu stjórnalagaráðs en því færi hinsvegar fjarri að heildarniðurstaðan gæti orðið grundvöllur að nýrri stjórnarskrá. Jafnfram gagnrýndi Bjarni stjórnarflokkanna, Samfylkingu og Vinstri græna fyrir að neita að taka málið til efnislegrar umræðu á Alþingi. Auk þess sagði Bjarni að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar yrði næsta marklaus því hún réði ekki úrslitum um eitt eða neitt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert