Samþykktu tillögu um sáttanefnd

Frá flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. Á myndinni eru þau Björk …
Frá flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. Á myndinni eru þau Björk Vilhelmsdóttir og Árni Páll Árnason. mbl.is/Eggert

Tillaga framkvæmdastjórnar um sáttanefnd Samfylkingarinnar var samþykkt með lófataki á flokksstjórnarfundi flokksins í dag, en fundinum lauk á fimmta tímanum. Samþykkt tillögunnar er lokahnykkurinn á umbótastarfi flokksins sem staðið hefur yfir innan hans síðan 2010.

Tilgangur og markmið sáttanefndarinnar er að fjalla um og stuðla að lausn erfiðra mála sem kunna að koma upp innan aðildarfélaga og kjördæmisráða og/eða fulltrúaráða vegna ágreiningsmála sem kunna að koma upp innan eða á milli aðildarfélaga, vegna ágreinings sem kann að koma upp innan kjördæmisráðs/fulltrúaráðs um lög flokksins eða samþykktir ráðsins og vegna brota á lögum og reglum flokksins.

Þá komu níu málefnanefndir Samfylkingarinnar saman í morgun og funduðu til hádegis þar sem unnið var að undirbúningi málefnaályktana fyrir landsfund Samfylkingarinnar 1.-3. febrúar 2013.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert