Björn Valur íhugar að bjóða sig fram

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason mbl.is/Ómar Óskarsson

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG í Norðausturkjördæmi, segir í samtali við Akureyri vikublað að skorað hafi verið á hann að bjóða sig fram til varaformanns  á landsfundi VG um næstu helgi. „Ég mun auðvitað taka mark á því og íhuga málið en hef ekki tekið neina ákvörðun sem stendur.“

Björn Valur segir ennfremur að ákvörðun hans muni liggja fyrir á allra næstu dögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina