Fréttastjóri RÚV segir tillögu á þingi óhæfu

Óðinn Jónsson.
Óðinn Jónsson. mbl.is/GSH

Óðinn Jónsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, gagnrýnir harðlega tillögu á Alþingi um að veita framboðum í alþingiskosningum ókeypis útsendingartíma í ríkissjónvarpinu.

„Ranghugmyndir íslenskra stjórnmálamanna um hlutverk fjölmiðla í nútímalegu lýðræðissamfélagi valda miklum vonbrigðum. Hvílík afturför væri það ef stjórnmálaflokkarnir tækju sér með lögum dagskrárvald í Ríkisútvarpinu,“ skrifaði Óðinn á Facebook-síðu sína, að því er Fréttablaðið skýrir frá í dag.

Nefnd um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga hefur lagt til að Alþingi skyldi RÚV til að senda út kynningarefni framboða þeim að kostnaðarlausu. Að auki leggi RÚV þeim til tæki og tæknivinnu sem verði framboðunum ekki þung fjárhagsleg byrði.

Fulltrúar allra flokka á Alþingi eiga sæti í umræddri nefnd og skrifuðu allir undir tillöguna, nema fulltrúi Framsóknarflokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert