Píratar fá Þ

Pírataflokkurinn stefnir á þing.
Pírataflokkurinn stefnir á þing. Ljósmynd/Píratar

Stjórnmálaflokkurinn Píratar hafa fengið staðfestan listabókstafinn Þ vegna framboðs til alþingiskosninga 27. apríl næstkomandi.

 „Það er enginn í vafa að við fáum 20% fylgi þegar líður á kosningar. Okkar stefnumál innihalda bara praktísk atriði sem hægt er að framfylgja strax, þar er ekkert pólítísk þvaður. Píratar hafa þegar hrist upp í Þýskalandi og Evrópuþinginu; og næst er stefnt á Alþingi Íslendinga. Það er eins gott að Birgitta verði ekki handtekin í Bandaríkjunum rétt fyrir kosningar samt. ” segir Birkir Fannar Einar Einarsson kosningastjóri Pírata í fréttatilkynningu.

Helstu stefnumál Pírata er að auka gagnsæi stjórnvalda og vernda friðhelgi einstaklinga. Píratar eru fylgjandi auknu lýðræði og telja að upplýstir einstaklingar séu best fallnir til að taka ákvarðanir er varða stjórnmál og telja að það eigi að auka réttindi fólks til ákvarðanatöku og minnka heimild þingsins, segir enn fremur í fréttatilkynningu frá flokknum.

mbl.is