Flestir treysta Sigmundi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flestir treysta Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, af forystumönnum stærstu stjórnmálaflokkanna ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gær og fyrradag.

Samtals sögðust 28% þeirra sem afstöðu tóku treysta Sigmundi best og 40% fólks af landsbyggðinni. Næstur kom Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, með 19% og þá Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, með 15%.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, mældist hins vegar með 13% fylgi, og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, fær 7%. Aðrir stjórnmálamenn mældust hins vegar með samtals um 18% fylgi.

mbl.is

Bloggað um fréttina