Þorvaldur í efsta sæti í Reykjavík norður

Þorvaldur Gylfason.
Þorvaldur Gylfason.

Lýðræðisvaktin er nú að leggja lokahönd á alla lista fyrir alþingiskosningar 2013 og mun á næstu dögum opinbera þá. Nú þegar liggur fyrir uppstilling í efstu sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður, en þar skipar formaður Lýðræðisvaktarinnar, Þorvaldur Gylfason, efsta sæti, segir í fréttatilkynningu.

 Listi efstu frambjóðenda Lýðræðisvaktarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður er eftirfarandi:

1. Þorvaldur Gylfason - Prófessor og fv. stjórnlagaráðsfulltrúi

2. Egill Ólafsson - Tónlistarmaður

3. Sigríður Ólafsdóttir    - Lífefnafræðingur

4. Viktor Orri Valgarðsson - Stjórnmálafræðingur

5. Jenný Stefanía Jensdóttir - Viðskiptafræðingur

6. Arnfríður Guðmundsdóttir - Prófessor og fv. stjórnlagaráðsfulltrúi

 Lýðræðisvaktin mun bjóða fram í öllum kjördæmum í kosningunum.

Egill Ólafsson.
Egill Ólafsson.
mbl.is