82% munur á atkvæðavægi

Mikill munur er á vægi atkvæða eftir kjördæmum.
Mikill munur er á vægi atkvæða eftir kjördæmum. Eggert Jóhannesson

Þeir sem ná kjöri í stærsta kjördæmi landsins, Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum 2013, þurfa til þess 82% fleiri atkvæði en þeir sem ná kjöri í minnsta kjördæmi landsins sem er Norðvesturkjördæmi. Á bak við hvern þingmann SV-kjördæmis eru 4.858 atkvæði, en 2.668 að baki hverju þingsæti NV-kjördæmis.

Munurinn á þessum tveimur kjördæmum hefur minnkað frá alþingiskosningunum 2009, en þá voru rúmlega tvöfalt fleiri kjósendur að baki hverju þingsæti í SV-kjördæmi en í NV-kjördæmi. Síðan þá hefur skiptingu þingsæta verið breytt, þeim hefur fjölgað um eitt í SV-kjördæmi og fækkað um eitt í NV-kjördæmi.

Suðvesturkjördæmi er stærst

Kjósendur í Suðvesturkjördæmi eru 63.154. Þar eru 13 þingmenn, 11 kjördæmissæti og tvö jöfnunarsæti.  Að baki hverju þingsæti eru því 4.858 atkvæði. Í Norðvesturkjördæmi eru 21.340 á kjörskrá. Þar eru átta þingmenn, sjö kjördæmissæti og eitt jöfnunarsæti og að baki hverjum og einum eru því 2.668 atvæði.

Næstfjölmennasta kjördæmið er Reykjavíkurkjördæmi norður, þar sem 45.569 eru á kjörskrá. Litlu færri eru í Reykjavík suður, eða 45.204. 33 fleiri atkvæði eru á bak við hvert þingsæti í Reykjavík norður, eða 4.142 á móti 4.109. 11 þingmenn eru í hvoru kjördæmi fyrir sig, níu kjördæmakjörnir og tveir jöfnunarmenn.

Suðurkjördæmi er fjórða stærsta kjördæmi landsins með 33.641 á kjörskrá. Þar eru tíu þingsæti, níu kjördæmasæti og eitt jöfnunarsæti. Á bak við hvert og eitt eru 3.364 atkvæði.

Norðausturkjördæmi er næstminnsta kjördæmið með 29.049 á kjörskrá. Þar eru tíu þingsæti, níu kjördæmasæti og eitt jöfnunarsæti og 2.905 atkvæði að baki hverju og einu.

Kjósendur að baki hverju þingsæti frá árinu 2003:

Suðvesturkjördæmi:

 • 2003 - 11 þingmenn: 4.442 kjósendur að baki hverju þingsæti
 • 2007 - 12 þingmenn: 4.549 kjósendur að baki hverju þingsæti
 • 2009 - 12 þingmenn: 4.850 kjósendur að baki hverju þingsæti
 • 2013 - 13 þingmenn: 4.858 kjósendur að baki hverju þingsæti

Norðvesturkjördæmi:

 • 2003 - 10 þingmenn: 2.122 kjósendur að baki hverju þingsæti
 • 2007 -   9 þingmenn: 2.347 kjósendur að baki hverju þingsæti
 • 2009 -   9 þingmenn: 2.366 kjósendur að baki hverju þingsæti
 • 2013 -   9 þingmenn: 2.668 kjósendur að baki hverju þingsæti

Reykjavíkurkjördæmi suður:

 • 2003 - 11 þingmenn: 3.885 kjósendur að baki hverju þingsæti
 • 2007 - 11 þingmenn: 3.945 kjósendur að baki hverju þingsæti
 • 2009 - 11 þingmenn: 3.977 kjósendur að baki hverju þingsæti
 • 2013 - 11 þingmenn: 4.109 kjósendur að baki hverju þingsæti

Reykjavíkurkjördæmi norður:

 • 2003 - 11 þingmenn: 3.890 kjósendur að baki hverju þingsæti
 • 2007 - 11 þingmenn: 3.980 kjósendur að baki hverju þingsæti
 • 2009 - 11 þingmenn: 3.980 kjósendur að baki hverju þingsæti
 • 2013 - 11 þingmenn: 4.142 kjósendur að baki hverju þingsæti

Suðurkjördæmi:

 • 2003 - 10 þingmenn: 2.837 kjósendur að baki hverju þingsæti
 • 2007 - 10 þingmenn: 3.070 kjósendur að baki hverju þingsæti
 • 2009 - 10 þingmenn: 3.250 kjósendur að baki hverju þingsæti
 • 2013 - 10 þingmenn: 3.364 kjósendur að baki hverju þingsæti

Norðausturkjördæmi:

 • 2003 - 10 þingmenn: 2.732 kjósendur að baki hverju þingsæti
 • 2007 - 10 þingmenn: 2.789 kjósendur að baki hverju þingsæti
 • 2009 - 10 þingmenn: 2.836 kjósendur að baki hverju þingsæti
 • 2013 - 10 þingmenn: 2.905 kjósendur að baki hverju þingsæti
<h3>3.777 atkvæði á hvert þingsæti</h3>

Alls eru 237.957 á kjörskrá á landinu öllu og hefur þeim fjölgað um 10.114 frá árinu 2009 eða um 4,4%. Fjölgað hefur í öllum kjördæmum, hlutfallslega mest í SV-kjördæmi og minnst í NV-kjördæmi. 

<div>

Ef atkvæðum á hvert þingsæti væri jafn skipt, þyrfti 3.777 atkvæði á bak við hvert þeirra.

Kosningavefur mbl.is

</div>
Skipting kjósenda eftir kjördæmum fyrir alþingiskosningarnar 2013.
Skipting kjósenda eftir kjördæmum fyrir alþingiskosningarnar 2013. www.kosning.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert