Píratar komnir í alþjóðasamtökin

Píratar á Íslandi hafa fengið aðild að alþjóðasamtökum pírata, Pirate Party International, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Umsóknin var samþykkt á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í Kazan í Rússlandi um helgina. Pirate Parties International eru regnhlífarsamtök Pírataflokka með 39 fullgilda meðlimi og 15 með áheyrnaraðild.

 Besti flokkurinn var einnig tekinn formlega inn í samtökin með áheyrnaraðild. Píratar óska þeim til hamingju og hlakka til að vinna með þeim í framtíðinni að sameiginlegum málefnum Pírata.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert