58% kusu í Grímsey

Frá Grímsey.
Frá Grímsey. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Kjörfundi í Grímsey lauk kl. 15 í dag. Á kjörskrá voru 60 kjósendur. Á kjörstað kusu 31 en utankjörfundaratkvæði voru fjögur. Kjörsókn í Grímsey var því 58%

Bjarni Magnússon, hreppstjóri Grímseyjar, segir að kjörsókn hafi verið frekar minni nú en áður. Kjördagur hafi hins vegar gengið vel, veðrið hafi verið í fínasta lagi. Hægt var því að fljúga með kjörkassanna til Akureyrar þar sem kjörseðlar verða taldir í kvöld. 

mbl.is

Bloggað um fréttina