Landsmenn ganga að kjörborðinu

Fulltrúar kjörstjórnar sækja kjörkassa með síðustu utankjörfundaratkvæðunum í Laugardalshöll seint …
Fulltrúar kjörstjórnar sækja kjörkassa með síðustu utankjörfundaratkvæðunum í Laugardalshöll seint í gærkvöldi. mbl.is/Kristinn

Kosningabaráttunni er nú lokið og ganga landsmenn að kjörborðinu í dag til þess að velja þá flokka sem þeir treysta til að stjórna landinu næstu fjögur árin.

Framsóknarflokkurinn mældist lengi vel stærstur í skoðanakönnunum en síðustu rúmu vikuna hafa komið fram vísbendingar um að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn með naumt forskot. Allt stefnir í afhroð hjá stjórnarflokkunum en fylgi Vinstri grænna hefur þó þokast upp á við á lokasprettinum, að því er fram kemur í ítarlegri umfjöllun um kosningarnar í Morgunblaðinu í dag.

Útlit er fyrir að veður geri kjósendum erfitt fyrir sums staðar en Vegagerðin hvetur kjósendur á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi til að kjósa með fyrra fallinu þar sem óvíst sé með færð og veður seint í kvöld. Á Vestfjörðum hefur umdæmiskjörstjórn verið skipuð til þess að telja atkvæði ef ófært verður frá Vestfjörðum til Borgarness þar sem atkvæði fyrir Norðvesturkjördæmi eru annars talin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert