Minnsta kjörsóknin

Kosningaþátttaka í Alþingiskosningum 1946 til 2013.
Kosningaþátttaka í Alþingiskosningum 1946 til 2013. mbl.is

Alls greiddu 193.792 kjósendur atkvæði í alþingiskosningunum á laugardaginn var. Það eru 81,4% þeirra 237.957 sem eru á kjörskrá. Þetta er minnsta þátttaka í alþingiskosningum frá lýðveldisstofnun.

Kjósendur í Norðvesturkjördæmi mættu best á kjörstað eða 83,6% þeirra sem voru á kjörskrá. Flestir sátu heima í Reykjavíkurkjördæmi norður en þar tóku 78,9% þátt í kosningunni á laugardag.

Þátttaka í alþingiskosningum var löngum um og yfir 90% á síðari hluta 20. aldar. Frá 1991 var þátttakan 87-88% í þrennum kosningum. Næstminnst var hún vorið 2007 (83,6%) en vorið 2009 var hún 85,1%. Kosningaþátttaka í sveitarstjórnarkosningum var einnig með minnsta móti 2010 (73,5%) í sögulegu samhengi. Hún var 5,2 prósentustigum minni þá en þátttakan 2006.

„Þetta er 3,7 prósentustigum minni kjörsókn nú en síðast, 2009, þrátt fyrir að það hafi verið svona mörg framboð,“ sagði Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. „Ég tel að tilvist allra þessara framboða hafi togað kosningaþátttökuna upp. Hún hefði getað orðið enn minni ef það hefðu ekki verið svona margir flokkar í framboði.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert