Jöfnunarsætin jafna ekki vægi flokkanna

mbl.is/Ómar

„Ef það ætti að ná fullum jöfnuði milli atkvæðafjölda og þingsæta flokkanna eftir þessar kosningar þyrfti að fjölga jöfnunarsætum úr níu í fjórtán, sem myndi þýða fjölgun þingmanna um fimm. Þetta miðast við að ekki væri hróflað við 5%-reglunni svokölluðu.“

Þetta segir Þorkell Helgason stærðfræðingur aðspurður hvaða leiðir væru færar til að ná jöfnuði milli atkvæðafjölda og þingsæta, annaðhvort með fjölgun þingsæta á Alþingi eða breytingu kjördæmasæta í jöfnunarsæti.

„Með umræddri fjölgun þingsæta fengi Sjálfstæðisflokkurinn tvo þingmenn til viðbótar, en Samfylkingin, Vinstri grænir og Píratar fengju einn þingmann hver um sig. Sú leið að fækka kjördæmasætum í hverju kjördæmi um eitt, og fjölga jöfnunarsætum á móti, dugar alveg í þessu tilviki. Sé prófað að ganga lengra og fækka um tvö í hverju kjördæmi þá myndi það nægja,“ segir Þorkell í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert