Segir tímabært að treysta Bjarna

Eygló Harðardóttir.
Eygló Harðardóttir.

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gerir yfirlýsingar Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, á fundum og í viðtölum að umtalsefni á vefsvæði sínu. Hún segist treysta sínum formanni og að tímabært sé fyrir sjálfstæðismenn að treysta Bjarna.

„Stjórnarmyndunarviðræður ganga vel. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að hann standi fastur á loforðum flokksins um skattalækkanir. Jafnframt að hann sé tilbúinn að axla ábyrgð á málaflokkum sem standa fyrir stórum hluta útgjalda ríkisins. 

Framsóknarmenn hafa lýst sig tilbúna að skoða hugmyndir Sjálfstæðismanna.

Samt virðist Bjarni Benediktsson telja ástæðu til að mæta á fundi og í útvarpsviðtöl til að ítreka staðfestu sína,“ segir Eygló og virðist rekja það til vantrausts flokksmanna Sjálfstæðisflokks á formanni sínum.

Hún segist treysta sínum formanni til að ná sem bestri niðurstöðu fyrir land og þjóð í viðræðunum og bætir við að hún treysti einnig formanni Sjálfstæðisflokksins.

„Það er löngu tímabært að sjálfstæðismenn treysti sínum formanni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert