Einfaldari og lægri skattar

Sigmundi Davíð var vel fagnað þegar hann mætti til miðstjórnarfundarins.
Sigmundi Davíð var vel fagnað þegar hann mætti til miðstjórnarfundarins. mbl.is/Kristinn

Ný ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks undir forsæti fyrrnefnda flokksins tekur að líkindum við völdum á morgun. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og miðstjórn Framsóknarflokksins funduðu í gærkvöldi og samþykktu ríkisstjórnarsamstarf flokkanna en stjórnarsáttmáli þeirra verður kynntur á Laugarvatni kl. 11.15 í dag.

Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður ESB-umsóknarferlið stöðvað og ekki tekið upp á ný nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Veiðigjöldum verður breytt, skattkerfið einfaldað og skattar lækkaðir. Þá verða hækkanir á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu dregnar til baka.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og verðandi forsætisráðherra, segir að tillaga hans að ráðherraskipan flokksins verði ákveðin á þingsflokksfundi í kvöld og býst við að ný stjórn taki við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum síðdegis á morgun.

Í umfjöllun um stjórnarmyndunina í Morgunblaðinu í dag vill Sigmundur Davíð ekki fjölyrða um hvaða verkefni ný ríkisstjórn tæki sér fyrst fyrir hendur fyrr en búið væri að kynna stjórnarsáttmálann. Hann sagði þó að fyrstu mál á dagskrá vörðuðu hag heimilanna.

Bjarni Benediktsson var glaður í bragði á flokksráðsfundi sjálfstæðismanna.
Bjarni Benediktsson var glaður í bragði á flokksráðsfundi sjálfstæðismanna. mbl.is/Golli
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »