Theódór sækist eftir 5. sætinu

Theódór Kristjánsson.
Theódór Kristjánsson. mbl.is

Theódór Kristjánsson sækist eftir 5. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ þann 8. febrúar næstkomandi.

Theódór er aðstoðaryfirlögregluþjónn við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Hann er varabæjarfulltrúi í Mosfellsbæ og hefur tekið virkan þátt í sveitarstjórnarmálum í bænum frá árinu 2006. Hann er formaður íþrótta- og tómstundanefndar og situr í stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Hann er einnig formaður afreksnefndar Golfsambands Íslands og hefur setið í stjórn sambandsins frá 2007. Theódór er kvæntur Maríu Pálsdóttur og eiga þau þrjú börn.

„Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að starfa að bæjarmálum í Mosfellsbæ undanfarin tvö kjörtímabil. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið bæði skemmtilegur og ekki síður lærdómsríkur tími. Mig langar til að taka áfram þátt í uppbyggingu í ört vaxandi sveitarfélagi og óska eftir stuðningi Mosfellinga til þess,“ segir Theódór í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert