Sjálfstæðisflokkur með 62,2% fylgi

Bæjarstjórn Vestmannaeyja er skipuð sjö fulltrúum. Fjórir koma frá Sjálfstæðisflokknum, …
Bæjarstjórn Vestmannaeyja er skipuð sjö fulltrúum. Fjórir koma frá Sjálfstæðisflokknum, þrír karlar og ein kona. Allir fulltrúar Vestmannaeyjalistans eru konur. mbl.is/Ómar Garðarsson

Sjálfstæðisflokkurinn vinnur stórsigur og Vestmannaeyjalistinn geldur afhroð í sveitarstjórnarkosningunum í Vestmannaeyjum, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið. Könnunin var gerð dagana 15. til 23. janúar.

Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Sjálfstæðisflokkurinn fær 62,2% fylgi í könnuninni og bætir við sig tveimur bæjarfulltrúum, fengi sex af sjö bæjarfulltrúum í stað fjögurra fulltrúa sem hann hefur nú. Vestmannaeyjalistinn fær 19,5% fylgi og einn mann kjörinn í stað þriggja núna.

Aðrir flokkar sem komast á blað án þess að fá mann kjörinn eru Píratar og Framsóknarflokkurinn með 6,5% fylgi hvor og Björt framtíð með 4,3% fylgi. Tveir þeir síðastnefndu hyggjast nú ganga til liðs við framboð Vestmannaeyjalistans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »