Bjóða upp á rafrænar íbúakosningar

mbl.is/Brynjar Gauti

Tvö sveitarfélög hafa ákveðið að taka þátt í tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar.

Þann 25. febrúar lauk fresti til að tilkynna þátttöku í tilraun Þjóðskrár Íslands um rafrænu íbúakosningarnar sem hafa verið í undirbúningi.

Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár buðu tvö sveitarfélög sig fram, Akranesbær og Rangárþing ytra.