Meirihlutinn heldur velli

Fundur í bæjarstjórn Kópavogs
Fundur í bæjarstjórn Kópavogs mbl.is/Árni Sæberg

Meirihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs heldur velli samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið dagana 18. til 23. febrúar.

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig miklu fylgi og fengi 42,2% atkvæða og fimm bæjarfulltrúa ef kosið yrði núna. Hann hefur fjóra bæjarfulltrúa og fékk 30,2% atkvæða í kosningunum árið 2010.

Björt framtíð er með 17,3% fylgi og fengi tvo fulltrúa. Hún hefur ekki boðið fram áður. Fylgi við nýtt framboð Pírata mælist um 10% og ná þeir inn einum manni. Samfylkingin tapar miklu fylgi samkvæmt könnuninni. Flokkurinn fengi 12,5% og einn bæjarfulltrúa, en var með 28,1% atkvæða í kosningunum 2010 og fékk þá þrjá bæjarfulltrúa kjörna.

Samkvæmt könnuninni halda Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn hvor sínum fulltrúa, að því er fram kemur í fréttaskýringu um könnunina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert