Dögun samþykkti lista í Reykjavík

Á félagsfundi Dögunar í Reykjavík í gær var tillaga uppstillingarnefndar um skipan efstu sæta í borgarstjórnarkosningum í vor samþykkt samhljóða.

Listann skipa:

  1. Þorleifur Gunnlaugsson varaborgarfulltrúi
  2. Ása Lind Finnbogadóttir framhaldsskólakennari
  3. Salmann Tamimi tölvunarfræðingur
  4. Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir félagsráðgjafi
  5. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson stjórnmálafræðingur
  6. Alma Rut Lindudóttir forvarnarráðgjafi
  7. Björgvin Egill Vídalín rafeindavirki
  8. Helga Þórðardóttir kennari

Uppstillinganefnd Dögunar um framboð í Reykjavík mun starfa áfram og gerir tillögur um fullskipaðan framboðslista, segir í fréttatilkynningu.

mbl.is