Nýr hægriflokkur nyti 20% stuðnings

Benedikt Jóhannesson er formaður sjálfstæðra Evrópumanna. Hann tengist hópnum sem …
Benedikt Jóhannesson er formaður sjálfstæðra Evrópumanna. Hann tengist hópnum sem stóð að könnuninni. mbl.is/Eggert

Í nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir hóp sem kannar möguleika á stofnun nýs stjórnmálaflokks kemur fram að 21,5% aðspurða telja það líklegt eða öruggt að þeir myndu kjósa Evrópusinnaðan flokk hægra megin við miðju. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Þá kemur fram, að 16% segi það hvorki líklegt né ólíklegt og 62,5% segja það ólíklegt eða að þau myndu örugglega ekki kjósa flokkinn.

Spurt var: „Ef fram kæmi nýtt framboð Evrópusinnaðs flokks hægra megin við miðju, hvers líklegt eða ólíklegt er að þú myndri greiða slíku framboði atkvæði þitt í alþingiskosningum ef kosið yrði til Alþingis í dag?“

Könnunin var unnin 3. til 10. apríl. Svarendur voru 1.667 og ar af tóku 1.378 afstöðu.

mbl.is