Sveinbjörg Birna oddviti Framsóknar

Sveinbjörg Birna Sveinsbjörnsdóttir
Sveinbjörg Birna Sveinsbjörnsdóttir

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir skipar fyrsta sætið á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík í sveitastjórnarkosningunum í maí. Þetta var tilkynnt á kjördæmisþingi Framsóknarmanna í Reykjavík í kvöld. Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins. 

Sveinbjörg Birna er formaður Landssambands framsóknarkvenna. Hún skipaði þriðja sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í síðustu alþingiskosningum.

Frá kjördæmisþinginu í kvöld.
Frá kjördæmisþinginu í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is